Kvartar undan kosningaáróðri í sundi

Frá Árbæjarsundlaug
Frá Árbæjarsundlaug mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Viðskiptavinur sundlauga á höfuðborgarsvæðinu hefur sent íþrótta og tómstundaráði kvörtun vegna kosningaáróðurs á lóð Árbæjarsundlaugarinnar í dag. Hafði hann samband við lögreglu og kvartaði undan því að hafa orðið vitni að ósiðlegu athæfi á sundlaugarlóðinni í dag.

Sundlaugargesturinn (Kári Sturluson) sendi afrit af kvörtunarbréfinu til fjölmiðla í kvöld:

  „Í dag fórum við feðgarnir í Árbæjarlaugina sem aldrei fyrr.

Við förum ansi oft í sund feðgarnir enda aðstaðan allstaðar til fyrirmyndar hjá ÍTR.

Við vorum mættir á svæðið milli 13 og 13:30 í dag og veðrið alveg upp á það besta.  Fallegur dagur með eindæmum.

Mér brá nú heldur í brún þegar ég sé að á svæðinu fyrir framan innganginn var búið að reisa fánaborg frá stjórnmálaflokki og fulltrúar hans eru á svæðinu að grilla pylsur ofan í fólk og gefa blöðrur með listabókstaf sínum á.

Semsagt bullandi kosningaáróður á sundlaugarlóðinni á þessum fallega laugardegi þar sem fólk kemur saman til að slaka á og leika sér í og við Árbæjarlaug.

Þetta er alveg forkastanlegt að mínu viti að leyfa stjórnmálaflokkum að vaða uppi inn á lóðum á vegum ÍTR með áróður.  Fólk á að geta treyst því að verða ekki fyrir áreiti af hendi stjórnmálaflokka í sínum frítíma á viðurkenndum frístundasvæðum ÍTR.

Ég hringdi í lögregluna eftir sundferð okkar og lét bóka að ég hefði orðið vitni að ósiðlegu athæfi á lóð Árbæjarlaugar þar sem stjórnmálaflokkur var að gefa börnum og unglingum undir kosningaaldri pylsur og blöðrur.  Það hefur semsagt verið fært til bókar hjá lögreglunni í Reykjavík.

Það er yfirgnæfandi líkur á því að ég muni fara aftur í sund á morgun, sunnudag, og vænti ég þess að þú verðir búinn að girða fyrir alla svona gjörninga í öllum laugum á vegum ÍTR svo ég verði ekki fyrir svona áreiti aftur sem viðskiptavinur ÍTR.

Víst ég er að skrifa þér þá vil ég nota tækifærið og skila kveðju á starfsfólk sundlauga ÍTR því við fáum alltaf toppþjónustu og viðmót starfsfólks er einstaklega vinalegt og gott.

Með sundkveðju,
Kári Sturluson."

Þess má geta að sundlaugargesturinn er bróðir Oddnýjar Sturludóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Frestaðu ákvörðun, þar til þú er alveg viss um hana. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Frestaðu ákvörðun, þar til þú er alveg viss um hana. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni.