Enginn vildi kaupa meinta mynd af Marilyn

Marilyn Monroe.
Marilyn Monroe.

Uppboð á gamalli klámmynd, sem bandaríska leikkonan Marilyn Monroe er sögð hafa leikið í, mistókst hrapallega í gærkvöldi því engin tilboð bárust í myndina.

Uppboðið átti að fara fram í Buenos Aires í Argentínu. Seljandinn var Mikel Barsa og hann setti upp tvær milljónir pesóa, jafnvirði 55,5 milljóna króna.  

AP -fréttastofan hefur eftir Barsa að það hafi ekki orðið til að auka áhugann á uppboðinu að talsmaður dánarbús Monroe sagði í viðtali að myndin væri fölsuð. Sagði talsmaðurinn að væntanlega yrði höfðað mál gegn Barsa ef uppboðið færi fram.

Barsa sagði fyrir uppboðið að myndin, sem er 8 mm, svarthvít og rispuð, hefði verið tekin 1946 eða 1947 og sýndi leikkonuna, sem gegndi þá nafninu  Norma Jean Baker.

Sérfræðingar í lífi Monroe segja hins vegar afar ólíklegt að ljóshærða stúlkan á myndinni sé hún.  

mbl.is

Bloggað um fréttina