Wangari Maathai látin

Kenýski Nóbelsverðlaunahafinn Wangari Maathai er látin á sjúkrahúsi í Nairobi þar sem hún gekkst undir meðferð við krabbameini. Hún var 71 árs.

Maathai hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2004 fyrir baráttu sína fyrir umhverfisvernd, kvenréttindum og gagnsæi í stjórnsýslu. Hún er fyrsta afríska konan til að hljóta verðlaunin.

Hún var kosin á þing í Kenýa árið 2002 og gegndi um tíma embætti ráðherra. Hún stofnaði á sínum tíma Græna beltið svonefnda, hreyfingu er stóð að skógrækt í Afríku. Hafa þau plantað á þriðja tug milljóna trjáa.

Ennfremur hafa samtökin barist í þágu menntunar, næringar og annarra mála er einkum hafa varðað brýna hagsmuni kvenna.

Wangari Maathai.
Wangari Maathai. reuters
Wangari Maathai tekur við Nóbelsverðlaununum úr hendi formanns úthlutunarnefndarinnar, Ole …
Wangari Maathai tekur við Nóbelsverðlaununum úr hendi formanns úthlutunarnefndarinnar, Ole Danbolt Mjös. reuters
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Guðrún Frímannsdóttir
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Auknar skuldbindingar vegna barna og þörf til að komast að niðurstöðu um starfsframa hafa átt hug ykkar allan. Alls konar rannsóknarstörf einkenna daginn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Guðrún Frímannsdóttir
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Auknar skuldbindingar vegna barna og þörf til að komast að niðurstöðu um starfsframa hafa átt hug ykkar allan. Alls konar rannsóknarstörf einkenna daginn.