Kim Kardashian sækir um skilnað

Kris Humphries og Kim Kardashian.
Kris Humphries og Kim Kardashian. mbl.is/Cover Media

Hveitibrauðsdagarnir vörðu ekki lengi hjá raunveruleikasjónvarpsstjörnunni Kim Kardashian – og hjónabandið reyndar ekki heldur. Aðeins 10 vikum eftir meint „brúðkaup aldarinnar“ í Hollywood sótti Kardashian í dag um skilnað frá eiginmanninum, körfuboltamanninum Kris Humphries.

Ástæðan  sem upp er gefin mun vera óleysanlegur ágreiningur. „Ég vona að allir hafi skilning á því að þetta var ekki auðveld ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu frá Kardashian í dag. „Ég hafði vonast til þess að þetta hjónaband myndi vara að eilífu, en stundum fara hlutirnir ekki eins og maður ætlaði.“

Hjónin höfðu gert með sér kaupmála sem farið verður eftir við skiptingu eigna. Kardashian fer fram á að þau greiði bæði sameiginlega allan lögfræðikostnað vegna skilnaðarins en jafnframt að dómarinn svipti Humphries strax réttinum á fjárhagslegum stuðningi frá maka.

Ekkert var sparað til þegar B-stjarnan og íþróttakappinn gengu í hjónaband þann 20. ágúst í Santa Barbara í Kaliforníu, tæpu ári eftir að þau kynntust fyrst. Brúðkaupið var m.a. gert að umfjöllunarefni í sérstökum, tvöföldum sjónvarpsþætti á E! Entartainment sjónvarpsrásinni.  Kardashian verður nú senn tvískilin, því hún var áður gift tónlistarframleiðandanum Damon Thomas á árnum 2000 til 2004.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Axel Jóhann Hallgrímsson: Æ

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert sem segir að þú þurfir alltaf að deila þínu með öðrum. Vertu djarfur en láttu vera að berjast gegn öflum sem þú veist að eru þér yfirsterkari.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert sem segir að þú þurfir alltaf að deila þínu með öðrum. Vertu djarfur en láttu vera að berjast gegn öflum sem þú veist að eru þér yfirsterkari.