Koma fram í þætti Jay Leno

Liðsmenn Of Monsters and Men hafa upplifað mikið ævintýri undanfarnar ...
Liðsmenn Of Monsters and Men hafa upplifað mikið ævintýri undanfarnar vikur og plata hljómsveitarinnar selst eins og heitar lummur. mbl.is/Eggert

Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur heldur betur slegið í gegn í Bandaríkjunum. Liðsmenn sveitarinnar greina nú frá því að hún muni koma fram í spjallþættinum The Tonight Show with Jay Leno þann 29. júní.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu hljómsveitarinnar og segjast liðsmenn hennar vera fullir tilhlökkunar að fá að troða upp í þætti Lenos.

Hljómsveitin hefur gert það mjög gott í Bandaríkjunum og hefur m.a. komið fram í spjallþætti spaugarans Jimmy Fallon. Þá lauk hún nýverið tónleikaferðalagi um Evrópu.

mbl.is