Sungið um ástir, afbrýðisemi og bræðralag

mbl.is

Gissur Páll Gissurarson tenór, Ágúst Ólafsson barítón og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja saman marga vinsæla dúetta úr óperubókmenntunum á tónleikum í Salnum á laugardag. Sungið verður um ástir, afbrýðisemi, bræðralag, baráttu og hetjudáðir. Að auki koma fram á tónleikunum Helga Rós Indriðadóttir sópran og karlakórinn Voces Masculorum.

Gissur Páll og Ágúst hafa reglulega unnið saman síðustu ár, nú síðast í La Boheme í Íslensku óperunni, en á hátíðinni Bergmáli á Dalvík í fyrrasumar komu þeir fram á tónleikum með Evu Þyri og Helgu Rós í Bergi á Dalvík og Miðgarði í Skagafirði. Strax var ljóst að framhald yrði á samstarfi þeirra og lá beinast við að endurtaka leikinn fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins, segir í tilkynningu.

Nú mæta þeir aftur saman til leiks með Evu Þyri píanista og Helgu Rós. Helga Rós var fastráðin við óperuna í Stuttgart í átta ár þar til hún flutti nýlega í Skagafjörðinn og Eva Þyri er sömuleiðis flutt heim eftir 10 ár við nám og störf erlendis.

Tónleikarnir hefjast kl. 20 og miðasala er á heimasíðu Salarins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir vilja alla þína athygli og tíma ekki að deila henni. Forðastu að setja þig í slíka aðstöðu. Fjölmiðlar, fjarlæg lönd eða framhaldsnám eru ykkur einnig ofarlega í huga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir vilja alla þína athygli og tíma ekki að deila henni. Forðastu að setja þig í slíka aðstöðu. Fjölmiðlar, fjarlæg lönd eða framhaldsnám eru ykkur einnig ofarlega í huga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir