Mikið um dýrðir í konunglegu brúðkaupi

Þau voru öll mætt á svæðið: Kóngar, drottningar, prinsar, prinsessur, hertogaynjur og hertogar Evrópu í brúðkaup krónprins Lúxemborgar í gær. Þetta er fyrsta konunglega brúðkaupið í mörg ár í smáríkinu Lúxemborg en það var krónprinsinn Guillaume sem gekk að eiga belgíska unnustu sína, Stephanie de Lannoy.

Parið gifti sig borgaralega í látlausri athöfn á föstudag. Hins vegar var athöfn í dómkirkjunni í gær og söfnuðust þúsundir saman til að fagna brúðhjónunum. „Við viljum koss, við viljum koss,“ hrópaði fólkið að parinu er það kom út á svalirnar á konungshöllinni.

Rjóminn af kóngafólki Evrópu var svo kominn til landsins til að fagna brúðkaupinu, þeirra á meðal frá Norðurlöndum, Bretlandi, Mónakó, Hollandi og Belgíu. Þá voru einnig japanskir prinsar á svæðinu.

Brúðarkjólinn var hannaður af Elie Saab frá Líbanon.

Brúðurin er 28 ára gömul og er af fjölskyldu aðalsfólks. Hún er yngst átta systkina.

Guillaume krónprins er 30 ára. Hann mætti til kirkjunnar í fylgd með móður sinni, Mariu-Teresu, hertogaynju.

Talið er að brúðkaupið hafi kostað 100 milljónir króna. Inni í þeirri tölu eru ókeypis tónleikar fyrir skattborgarana og mikil flugeldasýning.

Íbúar Lúxemborgar eru um 500 þúsund. Fjölskylda Guillaume, Nassau-Weilbourg, hefur ráðið ríkjum í landinu frá árinu 1890.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson