Smári: Við erum þrjár systur

Hér ber að líta systurnar þrjár, (frá vinstri) Guðnýju, Smára ...
Hér ber að líta systurnar þrjár, (frá vinstri) Guðnýju, Smára og Bjarteyju. Ylja

Þessa stundina ómar hið ómfagra lag Út á útvarps­stöðvum landsins en það er flutt og samið af hljómsveitinni Ylju sem á dögunum gaf út sína fyrstu breiðskífu.

Tríóið Ylja, sem samanstendur af þeim Bjarteyju Sveinsdóttur, Guðnýju Gígju Skjaldardóttur og Smára Tarfi Jósepssyni, er í viðtali í nýjasta tölublaði Monitor. Þar kemur meðal annars fram hvernig hljómsveitarmeðlimirnir tengjast í raun og veru fjölskylduböndum.

„Við vorum systur í fyrra lífi. Annars erum við mjög duglegar að æfa okkur og flest samtöl okkar fara fram í rödduðum söng,“ segir Guðný.
„Smári er svo týnda systirin. Smárína Tarfey,“ skýtur Bjartey inn í áður en Smári bætir við: „Já. Við erum þrjár systur.“

Meira í Monitor. Viðtalið má lesa í heild sinni hér að neðan.

mbl.is