Ný jólageit rís við IKEA

Gamla jólageitin er ónýt.
Gamla jólageitin er ónýt.

Sænska jólageit IKEA hlaut sorgleg örlög aðfaranótt síðastliðins laugardags þegar skemmdarvargar gerðu sér það að leik að kveikja í geitinni. Það reyndist því miður ómögulegt að bjarga henni en undirbúningur að gerð nýrrar geitar hófst strax og vonir standa til að hún verði risin fyrir næstu helgi, segir í frétt frá IKEA.

„Það ríkir mikil gleði og tilhlökkun í IKEA á aðventunni og því leiðinlegt að hefja hana á þessu nótum. Þótt einhverjum þyki það fyrirhafnarinnar virði að eyðileggja jólagleði annarra, þá komast þeir ekki upp með það að þessu sinni. Hlýleg jólastemningin sem ræður ríkjum í IKEA í aðdraganda jólanna er á sínum stað og þess vegna verður lagst á eitt til að ný geit rísi sem fyrst á hólnum í Kauptúninu,“ segir í frétt IKEA.

Hér að neðan má sjá myndband úr öryggismyndavél IKEA af því er kveikt var í geitinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes