50 Shades of Grey myndin kemur næsta sumar

Mun Amanda Seyfried leika aðalhlutverk myndarinnar Fifty Shades og Grey?
Mun Amanda Seyfried leika aðalhlutverk myndarinnar Fifty Shades og Grey? mbl.is/AFP

Sannkallað æði greip um sig þegar erótísku bækurnar um Christian Grey komu út.

Ekki leið að löngu þar til að Universal Pictures gerðu samning við rithöfundinn EL James eftir að Fifty Shades of Grey bækurnar náðu gríðarmiklum vinsældum um allan heim.

Mikil leynd ríkir yfir væntanlegu kvikmyndinni en hún er talin koma í kvikmyndahús í ágúst á næsta ári.

Sam Taylor-Johnson er talin verða leikstýra myndarinnar en leikarar myndarinnar eru aðdáendum enn hulin ráðgáta. Sumir vilja meina að Alexis Bledel muni fara með hlutverk Anastasiu Steele á meðan aðrir giska á að Amanda Seyfried hafi verið boðið hlutverkið.

Þá vilja konur um allan heim auðvitað ólmar fá að vita hver mun leika sjálfan Christian Grey en ekkert hefur enn verið gefið upp.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.