Ókynhneigð í kynþyrstu samfélagi

Fingur í fánalitum ókynhneigðra til marks um stolt.
Fingur í fánalitum ókynhneigðra til marks um stolt.

Í heimi sem er heltekinn af kynlífi og öllu sem því fylgir er hópur sem gjarnan gleymist að er til. Við notum orð eins og samkynhneigð, gagnkynhneigð og tvíkynhneigð til þess að lýsa kynferði okkar og gjarnan er sagt að kynferði sé lína og að fæstir falli algjörlega á annan hvorn endann. 

En hvað ef maður passar ekki á línuna yfirhöfuð?

Ókynhneigðir koma út

Það fer kannski ekki mikið fyrir því en síðustu ár hefur samfélag fólks sem upplifir engar kynferðislegar þrár eða þarfir farið ört vaxandi. Talað er um að fólk komi út þegar það greinir frá því að það sé ókynhneigt og munu upplifanir margra ókynhneigðra einstaklinga af því ferli vera áþekkar upplifum LGBTQ fólks af því að tala um kynhneigð sína í fyrsta skipti.

Talið er að um eitt prósent mannkyns sé ókynhneigt (asexual) og margir, ef ekki flestir ókynhneigðir einstaklingar upplifa mikinn þrýsting til þess að laga sig að hugmyndum fjöldans og lifa á skjön við eigin tilfinningar. Í kjölfar aukinna réttinda og vitundar um LGBTQ fólk tóku ókynhneigðir að ræða eigin kynferði í auknum mæli og bindast samtökum.

Árið 2001 voru fyrstu opinberu samtök ókynhneigðra stofnuð en þau nefnast The Asexual Visibility and Education Network (AVEN). Markmið samtakanna munu vera tvíþætt, annars vegar að skapa umræðu um og almenna viðurkenningu á ókynhneigð og að skapa rými fyrir vöxt samfélags ókynhneigðra. Samtökin standa fyrir fræðslu og dreifa upplýsingum víða um heim en eitt mikilvægasta tæki þeirra mun vera umræðusvæðið á vefsíðu samtakanna. Þar veita samtökin ókynhneigðu fólki, aðstandendum þeirra og þeim sem enn eru leitandi eftir eigin kynhneigð öruggt rými til að ræða upplifanir sínar.

Á vefsíðu samtakanna er munurinn á skírlífi og ókynhneigð skilgreindur sem svo að skírlífi sé val en ekki kynhneigð. Tekið er fram að ókynhneit fólk hafi sömu sálrænu þarfir og aðrir og séu alveg jafn hæfir til að stofna til náinna ástarsambanda.
Ókynhneigðir eru ekki alltaf skírlífir og margir ókynhneigðir eiga í ástarsamböndum við fólk af öðrum kynhneigðum. Það að einhver sé ókynhneigður þarf ekki að þýða að viðkomandi finnist snerting óþægilegt og ókynhneigðir faðma og kyssa maka sína, fjölskyldu og vini til að tjá ást og væntumþykju rétt eins og flestir aðrir. 

Hér að neðan má sjá stiklu úr kvikmyndinni (A)sexual sem kom út 2011 og fylgir eftir fjórum ókynhneigðum einstaklingum. 

Gráa svæðið

Almenna reglan segir að það eigi aldrei að segja aldrei og sumt ókynhneigt fólk hefur laðast að einhverjum kynferðislega á einhverju tímabili í lífi sínu. Innan samfélags ókynhneigðra er stór hópur sem kallar sig grákynhneigða (e. gray-asexual) og upplifir að kynhneigð sín sé á einhverskonar gráu svæði milli ókynhneigðar og annarra kynhneigða.

Þar má til dæmis nefna fólk sem laðast yfirleitt ekki kynferðislega að öðrum en það kemur örsjaldan fyrir, fólk sem laðast kynferðislega að öðrum en hefur litlar kynferðislegar langanir, fólk sem upplifir bæði kynferðislegar langanir að laðast að öðrum en ekki nógu mikið til að vilja fylgja því eftir, fólk sem getur laðast að öðrum og langað í kynlíf en aðeins undir mjög takmörkuðum og sérstökum aðstæðum. 

Verða fyrir fordómum

Margt ókynhneigt fólk upplifir mikla fordóma í sinn garð. Því er gjarnan sagt að kynhneigð þeirra sé bara tímabil sem muni líða hjá eða að það eigi bara eftir að hitta rétta aðilann. Það er spurt hvort það hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem barn eða þurfi sálfræðiaðstoð af einhverju tagi og oft telur fólk að hægt sé að „laga“ ókynhneigð og að viðkomandi þurfi bara að venjast því að stunda kynlíf.

„Hvernig veistu að þér finnst það ekki gott ef þú hefur ekki prófað það?“ er algeng spurning til ókynhneigðs fólks en í verstu tilfellunum hefur ókynhneigðum verið nauðgað af fólki undir því yfirskyni að það þurfi að „laga“ það.

Þeir fordómar sem ókynhneigt fólk upplifir eru skyldir en ekki af alveg sama meiði og þeir fordómar sem LGBTQ fólk verður fyrir. Félagsfræðingurinn Mark Carrigan hefur rannsakað ókynhneigð en hann segir muninn á fordómum gegn LGBTQ fólki og ókynhneigðum vera þann að fordómar gegn LGBTQ grunnist á ótta. Fordómar gegn ókynhneigðum komi hinsvegar einungis til af vanþekkingu og skorti á skilningi.

AVEN heldur reglulega viðburði til að vekja máls á ókynhneigð.
AVEN heldur reglulega viðburði til að vekja máls á ókynhneigð.
Ace fáninn var valin sem alþjóðlegt tákn ókynhneigðra um allan …
Ace fáninn var valin sem alþjóðlegt tákn ókynhneigðra um allan heim árið 2010. Svarti liturinn táknar ókynhneigða, grái liturinn grákynhneigða, hvíti liturinn táknar aðstandendur og stuðningsmenn ókynhneigðra og sá fjólublái táknar samfélagið.
Ókynhneigðir geta verið miklar félagsverur rétt eins og annað fólk.
Ókynhneigðir geta verið miklar félagsverur rétt eins og annað fólk.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson