Svíar opna myndlistarsýningu á Eiðistorgi

Sænsku myndlistamennirnir Christina Göthesson, Susanne Högdahl Holm, Joel Hurlburt og …
Sænsku myndlistamennirnir Christina Göthesson, Susanne Högdahl Holm, Joel Hurlburt og Ola Nilsson eru komnir hingað til lands til að sýna myndlist sína.

Á morgun, laugardaginn 11. apríl, verður sýningin „Of What is Left“ opnuð í gömlu Blómastofunni á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Listamenn sýningarinnar, Christina Göthesson, Susanne Högdahl Holm, Joel Hurlburt og Ola Nilsson, koma allir frá Svíþjóð úr galleríinu Studio 44.

Listamenn Studio 44 koma hingað til lands í tengslum við íslenska galleríið Kunstschlager en upplýsingar um samstarfs Studio 44 og Kunstschlager má finna á heimasíðunni TricycleBlog. Finnska galleríið Huuto er einnig partur af verkefninu.

„Verkefnið hófst fyrir tveimur árum á listkaupstefnunni Supermarked í Stokkhólmi. Þá var ákveðið að fara í þetta verkefni til að efla tengslanet galleríanna og brúa bilið á milli Norðurlandanna. Þetta verkefni hefur gefið góða innsýn inn í frábrugðið menningarumhverfi sem hvert og eitt gallerí býr yfir. Verkefnið hefur verið lærdómsríkt fyrir listamenn Kunstschlager sem er yngsta listamannsrekna galleríið í þessu samstarfsverkefni,“ segir myndlistarmaðurinn Helga Páley Friðþjófsdóttir.

Á sýningunni „Of What is Left“ eða „Það sem eftir er“ kanna listamennirnir meðal annars norrænt tungumál og sögu.

Sýningin er partur af Off-venue dagskrá Sequences Art Festival. Sama dag verður svo opnuð örsýningin „Tropicalika“ á Eiðistorgi klukkan 15:00 „Þar munu nokkrir listamenn sýna verk sín innan um marmara og pálmatré Eiðistorgs. Svo stendur gestum til boða að fá andlistmálningu og gæða sér á skýjasælu (e. candy floss),“ segir Helga að lokum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver reynir að gera þér lífið leitt svo nú reynir verulega á þolinmæðina. Láttu ekki persónuleg kynni hafa áhrif á framgöngu þína á vinnustað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver reynir að gera þér lífið leitt svo nú reynir verulega á þolinmæðina. Láttu ekki persónuleg kynni hafa áhrif á framgöngu þína á vinnustað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason