Tatum teiti á samfélagsmiðlum

Þessir ferðalangar frá Bandaríkjunum fengu mynd af sér með Tatum ...
Þessir ferðalangar frá Bandaríkjunum fengu mynd af sér með Tatum á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/ Instagram

Nokkur ólga hefur ríkt á samfélagsmiðlum síðan í morgun þegar mbl.is greindi frá því að Channing nokkur Tatum væri kominn til landsins. Tatum er þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Magic Mike, 21 Jump Street og Step Up og hefur meðal annars hlotið titilinn kynþokkafyllsti maður heims. Því er eflaust ekki að undra að heimsókn hans til Íslands hafi vakið athygli og notendur Twitter hafa sitthvað að segja um kappann.

Nokkuð er um að ung fljóð bölvi því að Tatum hafi ákveðið að láta sjá sig í miðri prófatíð.

'

 Tónlistarmaðurinn Einar Lövdahl veit hinsvegar að koma Tatum er einnig erfið fyrir karlpeninginn.

Koma Tatum er Dagbjarti Gunnari einmitt þungbær.

Bjarni Geir vill hinsvegar endilega fá Magic Mike með sér í ræktina á Seltjarnarnesinu og notar fjárhagsstöðu bæjarins sem gulrót.

Júlía Bjarna vill meina að Adam Rodriguez, meðleikari Tatum í Magic Mike, sé með honum í för.

Hjartaknúsarinn er giftur maður, en það má lengi láta sig dreyma.

Mömmurnar eru ekki að hata kauða.

Og á meðan öllu þessu stendur horfast aðrir í augu við bitran veruleika. 

mbl.is