Býður í kvikmyndatökur

Áhugasamir um kvikmyndagerð eru hvattir til að mæta í Tjarnarbíó á morgun þar sem þeir geta myndað eða leikið og þannig lagt sitt af mörkum í nýja mynd bandaríska leikstjórans Cory McAbee sem er gestur á RIFF. Hann dreifði auglýsingum um viðburðinn í miðbænum í dag með misjöfnum árangri.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um tæknilegar kröfur sem eru gerðar um tökurnar ásamt leiðbeiningum til leikara sem hafa áhuga á að mæta á vef leikstjórans.

Viðburðurinn verður blanda af tónleikum og fyrirlestri McAbees um það sem hann kallar Deep Astronomy og gengur að hans sögn út á að finna stjörnurnar sem leynast innra með fólki. Myndin sem er í vinnslu nefnist Small Star Seminar og hafa tökur m.a. farið fram í Póllandi og á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum.

McAbee hefur sýnt myndir sínar á Sundance hátíðinni og hefur víða haldið fyrirlestra um óhefðbundna nálgun á kvikmyndagerð. Þekktustu verk hans eru myndirnar: Stingray Sam og The American Astronaut.

mbl.is hitti McAbee á Skólavörðustígnum í dag þar sem hann breiddi út boðskapinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes