Myndin um Justice League tekin upp á Íslandi

Ofurmennið, Wonder Woman og Leðurblökumaðurinn í Batman v Superman.
Ofurmennið, Wonder Woman og Leðurblökumaðurinn í Batman v Superman. Af vef imdb.com

Ofurhetjumyndin Justice League Part One verður tekin upp að hluta til hér á landi en tökur á myndinni hefjast í apríl. Þetta kemur fram á vef Entertainment Weekly þar sem segir að myndin verði tekin upp í Lundúnum og á Íslandi. 

Í Justice League koma helstu ofurhetjur jarðar saman og berjast gegn hinum illa Darkseid. Sagan er byggð á teiknimyndasögum DC Comics. Ben Affleck fer með hlutverk Batman, Henry Cavill er Súperman og Gal Gadot fer með hlutverk Wonder Woman. Það er leikstjórinn Zack Snyder sem leikstýrir myndinni.

Í frétt Upproxx.com kemur fram að íslenska landslagið verið líklega notað sem heimili illmennisins Darkseid í myndinni en hann á að búa á plánetunni Apokolips.

Kvikmyndir byggðar á teiknimyndasögum DC Comics eru vinsælar um þessar mundir og eru fjölmargar myndir í bígerð uppúr sögunum. Batman v Superman: Dawn of Justice verður frumsýnd í næsta mánuði og Suicide Squad í ágúst. Þá er mynd um Wonder Woman frumsýnd í júní á næsta ári en fyrrnefnd mynd, Justice Leage Part One á að vera frumsýnd 17. nóvember 2017. Seinni hlutinn verður frumsýndur í júní 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes