Gagnrýnendur hrauna yfir Bieber

Justin Bieber þótti ekki standa sig vel á tónleikum í …
Justin Bieber þótti ekki standa sig vel á tónleikum í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. AFP

Justin Bieber var sagður hafa staðið sig skelfilega á tónleikum í Kaupmannahöfn í gær. Söngvarinn hefur undanfarið verið mikið gagnrýndur fyrir að syngja ekki á tónleikum sínum, heldur að notast þess í stað við upptökur og hreyfa varir sínar í takt við tónlistina.

Sömu sögu mátti segja um tónleika gærdagsins, þar sem Bieber var varla sagður hafa nennt því að þykjast syngja.

„Stundum var hljóðneminn í 20–30 sentímetra fjarlægð frá munni hans og stundum fjarlægði hann hljóðnemann alveg og starði bara út í dimman áhorfendasalinn. Hrópin og köllin í aðdáendunum breyttust ekki. Þetta skipti augljóslega engu máli,“ segir í tónleikagagnrýni Berlinske Tidende.

„Það versta var að hann brosti ekki einu sinni á meðan tónleikunum stóð. Hann daðraði ekkert við áhorfendur og reyndi ekki einu sinni að heilla þá. Og það fáránlega var að flestir virtust sætta sig við það.“

Þá segir greinahöfundur ennfremur að söngvarinn hafi hreinlega litið út fyrir að vilja vera einhver annar en sjálfur Justin Bieber og hann hafi verið andlega fjarverandi alla tónleikana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson