Sviðsljósið eyðilagði sjálfstraustið

Ariel Winter segir að það sé endinn dans á rósum …
Ariel Winter segir að það sé endinn dans á rósum að alast upp í sviðsljósinu. AFP

Ariel Winter, sem margir kannast við úr gamanþáttunum Modern Family, ólst upp í sviðsljósinu. Leikkonan segir að það hafi verið erfitt að fullorðnast fyrir allra augum, enda hafi hún þurft að þola mikla gagnrýni eftir að líkami hennar tók að breytast.

„Að alast upp í sviðsljósinu var líklega það versta sem gat gerst fyrir sjálfsálit mitt,“ sagði Winter í samtali við SELF.

„Ég átti erfitt með að finna sjálfstraustið. Þegar ég byrjaði í Modern Family var líkaminn minn gjörólíkur því sem hann er í dag, en hann gjörbreyttist við 12 ára aldurinn. Ég var afar grönn, algerlega flöt og ekki með neinn rass.“

Winter segir að þegar líkami hennar hafi síðan farið að breytast hafi hún þurft að þola illt umtal á samfélagsmiðlum. Þá segir hún að mótleikkona hennar, Sofia Vergara, hafi verið henni innan handar.

„Hún sá að ég átti í vandræðum með líkama minn og var því alltaf að reyna að gefa mér ráðleggingar, til dæmis með því að benda mér á fatnað sem myndi henta líkamsvexti mínum, eða með því að segja mér að klæðast bara því sem mig langaði og liði vel með.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes