Saga um ungt fólk fyrir ungt fólk

Anna Hafþórsdóttir í hlutverki Salóme.
Anna Hafþórsdóttir í hlutverki Salóme.

helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is Kvikmynd leikstjórans Sigurðar Antons Friðþjófssonar, Snjór og Salóme, verður frumsýnd á föstudaginn, 7. apríl, en Sigurður á tvær kvikmyndir í fullri lengd að baki auk hennar, Ísabellu og Webcam. Líkt og í Webcam fara Anna Hafþórsdóttir og Telma Huld Jóhannesdóttir með tvö aðalkvenhlutverkin í Snjó og Salóme en með aðalkarlhlutverkið fer Vigfús Þormar Gunnarsson.

Allar þrjár kvikmyndir Sigurðar fjalla um ungt fólk í Reykjavík en með ólíkum hætti þó. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort þær tengist að öðru leyti. „Já, á þann hátt að þetta eru gamanmyndir eða gamandrama og fjalla um ungar konur á svipuðum aldri, þrítugsaldrinum og fólk á þeim aldri, á svipuðum aldri og ég þegar ég var að gera myndirnar,“ segir Sigurður sem skrifaði handrit kvikmyndanna þriggja auk þess að leikstýra þeim.

Óvenjuleg sambúð

„Þetta er mynd um unga konu, Salóme, sem er búin að vera í sambandi með besta vini sínum, Hrafni, svona „on og off“ í 15 ár. Þau búa saman og það er dálítið óljóst hvar sambandið endar og vináttan byrjar og allt það. Síðan gerist það að Hrafn gerir stelpu ólétta að tvíburum og hún flytur inn til þeirra. Á sama tíma missir Salóme vinnuna sína á dálítið dramatískan hátt,“ segir Sigurður um söguþráð kvikmyndarinnar.

– Hvaðan kom þessi saga?

„Mig langaði að gera mynd um sambönd sem enda aldrei en enda svo allt í einu mjög brútalt. Þetta var sagan sem spratt upp úr þeim pælingum,“ svarar Sigurður. Spurður að því hvort hann hafi fengið ráðleggingar við handritsskrifin segist Sigurður hafa sent handritið á vini og annað fólk sem hann hafi treyst til að gefa sér góð ráð á meðan á skrifunum stóð. „Þegar fyrsta uppkast er svo tilbúið sendir maður það á vini og leikara og fær „feedback“ frá þeim,“ bætir Sigurður við.

Góðir leikarar og vinir

Leikhópurinn í Snjór og Salóme er að stóru leyti sá sami og í Webcam. Hvernig skyldi standa á því? Eru þetta vinir Sigurðar eða hefur hann sérstakt dálæti á þessu fólki? „Bæði. Þetta eru allt æðislegir leikarar og stór hluti af þessum hópi eru góðir vinir. Þessi mynd er líka stærri framleiðsla en þær fyrri og þá er gott að hafa sem minnstar áhyggjur,“ segir Sigurður. Það dragi úr áhyggjum að þekkja fyrir þá sem hann ætli að vinna með.

– Áttu þér einhverjar fyrirmyndir sem þú lítur til, einhverja leikstjóra eða kvikmyndir?

„Já, og af mörgum ólíkum ástæðum. Ef við miðum við hvernig menn gera kvikmyndirnar sínar þá eru það menn eins og Joe Samberg og Duplex-bræðurnir og Kevin Smith að vissu leyti líka. Það eru indí-leikstjórar sem gera litlar myndir en gera þær alveg sínar eigin og alveg sjálfir. Listrænt séð eru það líka aðrir stærri leikstjórar sem maður elskar og dáir og lítur upp til, t.d. Nicolas Winding Refn og Martin Scorsese.“

Sena létti róðurinn

– Hvernig gekk þér að fjármagna gerð myndarinnar? Ég veit að það var töluvert basl með fyrri kvikmyndirnar tvær, ekki satt?

„Jú, hinar voru náttúrlega gerðar algjörlega án tengsla eða vitneskju um hver næstu skref væru, dreifingu og svoleiðis. En núna vorum við þegar með samband við Senu sem gaf út síðustu mynd og gefur út þessa þannig að við tryggðum í raun og veru dreifingu í gegnum þá áður en við fórum í tökur. Það hjálpaði til,“ svarar Sigurður.

Hann er að lokum spurður að því hvort honum þyki of fáar kvikmyndir gerðar um líf ungs fólks í höfuðborginni, þ.e. kvikmyndir á borð við þær sem hann hefur gert. „Já, en mér finnst líka yfirhöfuð of fáar myndir gerðar um ungt fólk, hvort sem það er í Reykjavík, á Akureyri eða annars staðar. Og ekki bara um ungt fólk heldur líka fyrir það. Af mjög skiljanlegum ástæðum er reynt að hafa markhóp íslenskra kvikmynda sem víðastan hvað aldur varðar og ég hef fullan skilning á því,“ segir Sigurður. Það breyti því hins vegar ekki að of fáar kvikmyndir séu gerðar fyrir ungt fólk.

Sigurður Anton Friðþjófsson.
Sigurður Anton Friðþjófsson.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það lítur út fyrir að þú sitjir uppi með hálfgert leiðindaverk í dag. Gagnrýni er holl, en við erum flest að reyna að gera eins vel og við getum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það lítur út fyrir að þú sitjir uppi með hálfgert leiðindaverk í dag. Gagnrýni er holl, en við erum flest að reyna að gera eins vel og við getum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden