Hundar biðjast afsökunar með skottinu

mbl.is/Thinkstockphotos

Það kannast flestir við það að sjá skömmustulega hunda setja skottið á milli lappanna þegar þeir hafa gert eitthvað af sér. Ástæðan fyrir þessu er sú að þeir vilja sýna eigendum sínum undirgefni. 

The Telegraph greindi frá rannsókn New York College þar sem þessi hegðun er kölluð afsökunarhneigingin og erfðu hundar atferlið frá úlfum. Með afsökunarhneigingunni eru þeir að gefa í skyn að eigandinn sé valdameiri en þeir og þeir hafi gert eitthvað rangt. 

„Sem félagsleg dýr vilja þeir samstillta sameiningu í hópi og vanræksla eða einangrun er erfið fyrir þá,“ segir prófessor um af hverju þeir biðjast afsökunar með þessum hætti. 

mbl.is