Hefur ekkert breyst síðan 1978

Susan Sarandon hefur engu gleymt.
Susan Sarandon hefur engu gleymt. ljósmynd/AFP, Instagram

Susan Sarandon er mætt til Cannes eins og hinar stjörnurnar. Þrátt fyrir að vera orðin sjötug virðist leikkonan engu hafa gleymt. 

Klæðnaður Sarandon í gær minnti á mynd síðan í Cannes árið 1978 sem hún deildi á Instagram. Að vísu ákvað leikkonan að vera í skyrtu á rauða dreglinum í gær en á myndinni var ekkert nema jakki sem huldi brjóstin. 

Það er ekki að sjá á Sarandon að hún sé komin á eftirlaunaaldur og geislar hún á rauða dreglinum og virðist varla hafa elst síðan í Cannes um árið. 

Susan Sarandon nýtur sín í Cannes þessa dagana.
Susan Sarandon nýtur sín í Cannes þessa dagana. mbl.is/AFP
Susan Sarandon var algjör töffari þegar hún mætti í leðurpilsi, ...
Susan Sarandon var algjör töffari þegar hún mætti í leðurpilsi, skyrtu og jakka í Cannes í gær. mbl.is/AFP
mbl.is