Fann kærastann á Twitter

Zara Larsson er byrjuð með draumaprinsinum.
Zara Larsson er byrjuð með draumaprinsinum. skjáskot/Instagram

Poppsöngkonan Zara Larsson veit alveg hvað hún vill þegar það kemur að makavali.

Í nóvember 2015 rakst Larsson á mynd af manni sem henni fannst sætur, birti hana á Twitter-síðu sinni og spurði „hver ert þú, hvar átt þú heima, hvað ertu gamall, af hverju ertu svona sætur, hvernig viltu eggin þín á morgnana?“

Nú, tveimur árum seinna birti Larsson mynd af þeim saman á tónlistarhátíðinni Wireless og tilkynnti að þau væru par.

„Hann vill þau hrærð,“ stóð undir myndinni sem er tilvísun í tíst söngkonunnar um hann.

Kærastinn heitir Brian H. Whittaker og starfar sem fyrirsæta. 

Larsson spilar í Laugardalshöllinni 13. október og það er aldrei að vita nema hún taki kærastann með. 

He likes his eggs scrambled

A post shared by Zara Larsson (@zaralarsson) on Jul 9, 2017 at 2:33pm PDT

Þetta tísti söngkonan.
Þetta tísti söngkonan. skjáskot/Twitter

The cake was great btw

A post shared by Brian H Whittaker (@brianhwhittaker) on Jul 2, 2017 at 12:48pm PDTmbl.is

Bloggað um fréttina