Hætt við Sex and the City 3

Sex and the City 3 verður ekki gerð á næstunni.
Sex and the City 3 verður ekki gerð á næstunni. mbl.is/AFP

Fregnir bárust af því í síðustu viku að hætt hefði verið við tökur á þriðju kvikmyndinni af Sex and the City. Handritið var tilbúið og hafa Sarah Jessica Parker og Kristin Davis lýst yfir vonbrigðum. 

Daily Mail greindi fyrst frá því að hætt hefði verið við myndina vegna óhóflegra krafna Kim Cattrall sem lék Samönthu Jones. Cattrall er sögð hafa krafist þess að framleiðandi myndarinnar, Warner Bros, tæki að sér að framleiða kvikmyndir sem hún væri að vinna að. 

Samkvæmt Variety hefur Cattrall neitað þessum ásökunum. Kristin Davis sem lék Charlotte segir það svekkjandi að geta ekki deilt síðasta kaflanum um vinkonurnar með aðdáendum. 

Sarah Jessica Parker sem fór hlutverk Carrie staðfesti það við Extra að hætt hafi verið við kvikmyndina. Hún sagði það vera mikil vonbrigði enda hafi þau verið með fallegt og skemmtilegt handrit. Hún segir það vera vonbrigði að aðdáendur fái ekki myndina sem þeir hafa beðið eftir. 

Leikkonan Kim Cattrall.
Leikkonan Kim Cattrall. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren