Gekk á ýmsu bak við tjöldin

Ljósmynd/Davíð Alexander Corno

Það er ávallt líf og fjör á bak við tjöldin þegar verið er að framleiða kvikmyndir. Sjaldan er þó meira fjör en þegar hópur hæfileikraríkra krakka krydda enn fremur tilveruna! Í dag verður íslenska fjölskyldumyndin Sumarbörn frumsýnd, en hér má sjá nokkrar myndir af tökustað. Myndin er í leikstjórn Guðrúnar Ragnarsdóttur en með aðalhlutverk fara bæði þekktir leikarar og upprennandi barnastjörnur.

Sumarbörn fjallar um systkinin Eydísi og Kára sem eru send til sumardvalar á afskekkt barnaheimili vegna heimiliserfiðleika og fátæktar. Börnin trúa því statt og stöðugt að dvölin verði stutt, en biðin veldur þeim síendurteknum vonbrigðum. Dagarnir líða, en Eydís með sinn sterka lífsvilja og lífsgleði yfirstígur hverja hindrunina eftir aðra með ráðsnilld og dugnaði og umhyggju fyrir Kára bróður sínum.  

Ljósmynd/Davíð Alexander Corno
Ljósmynd/Davíð Alexander Corno
mbl.is