Komin með nýjan eftir skilnaðinn við Pratt

Anna Faris virðist vera komin yfir Chris Pratt.
Anna Faris virðist vera komin yfir Chris Pratt. Getty Images

Leikkonan Anna Faris er komin með nýjan kærasta ef marka má frétt TMZ. Sá heppni er hinn 47 ára gamli Michael Barrett en sjálf er Faris fertug. 

Barrett er kvikmyndatökumaður og vann að myndinni Overboard sem Faris leikur einmitt í og var tekin upp fyrr á þessu ári. Fram kemur að ekki hafi verið heitt á milli þeirra Barrett og Faris á meðan tökum stóð en nú sé sagan önnur. Hafa þau sést saman síðan í september. 

Anna Faris var gift leikaranum Chris Pratt en í sumar tilkynntu þau um skilnað sinn. Faris og Pratt höfðu verið gift í átta ár og eiga saman einn son. Nú virðist Faris hins vegar vera að komast yfir skilnaðinn og er tilbúin að halda áfram með líf sitt. 

Anna Faris.
Anna Faris. mbl.is/AFP
mbl.is