Rooney-hjónin aftur upp að altarinu

Fótboltakappinn Wayne Rooney og eiginkona hans Coleen eru sögð ætla ...
Fótboltakappinn Wayne Rooney og eiginkona hans Coleen eru sögð ætla að endurnýja heit sín. Skjáskot Instagram

Knattspyrnukappinn Wayne Rooney og eiginkona hans Coleen Rooney eru sögð ætla að endurnýja heit sín næsta sumar. Svo virðist sem frú Rooney hafi tekið aftur við knattspyrnukappanum eftir að hann var tekinn fyrir að ölvunarakstur í haust.

The Sun greinir frá því að Wayne Rooney vonist til þess að Coleen fari að ganga með giftingarhringinn aftur en hún hætti að ganga með hann stuttu eftir að Rooney var gripinn glóðvolgur ölvaður undir stýri með annarri konu. 

Heimildarmaður segir að síðustu mánuðir hafi verið erfiðir fyrir hjónin og planið sé að endurnýja heitin næsta sumar, jafnvel á Barbados. 

mbl.is