„Hann er fullur af skít“

Renee Zellweger hefur leikið í nokkrum myndum sem Harvey Weinstein ...
Renee Zellweger hefur leikið í nokkrum myndum sem Harvey Weinstein framleiddi. mbl.is/AFP

Talsmaður leikkonunnar Renée Zellweger segir að það sé ekkert til í því að leikkonan hafi veitt framleiðandanum alræmda Harvey Weinstein kynferðislega greiða. 

„Ef Harvey sagði þetta; hann er fullur af skít,“ sagði talsmaður Zellweger. Leikkonan lék í nokkrum myndum sem Weinstein framleiddi, þar á meðal Cold Mountain sem hún hlaut Óskarsverðlaun fyrir. 

Weinstein á að hafa sagt upprennandi leikkonum að leikkonur á borð við Zellweger, Gwyneth Paltrow og Charlize Theron gerðu honum svokallaða kynferðislega greiða. Þetta á hann að hafa sagt til þess að sannfæra þær um að kynferðislegt samband við hann mundi hjálpa leikferli þeirra. 

Þetta kemur fram í málsókn sex kvenna gegn Weinstein, samkvæmt People. „Viltu ekki að ferillinn þinn verði meira en bara þessi litla unglingamynd?“ á Weinstein að hafa sagt við konurnar.

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein.
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein. mbl.is/AFP
mbl.is