Hjartasteinn vinnur EUFA-verðlaunin

Úr kvikmyndinni.
Úr kvikmyndinni.

Kvikmyndin Hjartasteinn vann í kvöld til EUFA-verðlaunanna, European University Film Award. EUFA-verðlaunin eru á vegum Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, Kvikmyndahátíðarinnar í Hamborg og Kvikmyndaverðlauna Quebec-háskóla, í samstarfi við Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. 

Verðlaunin voru afhent í Berlín, þar sem Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, var viðstaddur verðlaunaafhendinguna.

Af þeim 66 kvikmyndum sem voru í forvali fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru fimm þeirra tilnefndar til EUFA-verðlaunanna í ár. Þeirra á meðal eru finnska kvikmyndin The Other Side of Hope eftir Aki Kaurismäki og rússneska kvikmyndin Loveless eftir Andrei Zvyagintsev – sem eru báðar tilnefndar í nokkrum flokkum fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, þar á meðal fyrir bestu kvikmynd og besta leikstjóra.

Myndirnar fimm voru sýndar og ræddar í 20 háskólum í 20 Evrópulöndum og í kjölfarið komst hver skóli að niðurstöðu um hver væri besta myndin að þeirra mati. 

Þetta er annað árið sem EUFA-verðlaunin eru veitt. Í fyrra vann hin margverðlaunaða kvikmynd Ken Loach, I, Daniel Blake, til verðlaunanna. Hjartasteinn hefur unnið til 45 alþjóðlegra verðlauna, auk þess að vinna til níu Edduverðlauna í febrúar síðastliðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes