Sagt að leyna eldri kærustunni

Sarah Paulson hefur ekki fundið fyrir að sambandið hafi áhrif …
Sarah Paulson hefur ekki fundið fyrir að sambandið hafi áhrif á feril sinn. mbl.is/AFP

Sarah Paulson var vöruð við því að opinbera samband sitt við leikkonuna Holland Taylor. Paulson segir að þær leiðir sem hún fer í lífinu séu óvenjulegar og nefnir meðal annars aldursmuninn á þeim Taylor en hún er 74 ára en Paulson aðeins 42 ára. 

„Ég held þú verðir að fara varlega, ég er hrædd um að það hafi neikvæð áhrif á feril þinn,“ sagði fólk við Paulson þegar hún var að byrja með Taylor. Paulson segir í viðtali við the Edit  að sér hafi ekki einu sinni dottið það í hug. 

Paulson sem hefur slegið í gegn að undanförnu fyrir leik sinn í American Horror Story og The People v. O.J. Simpson segir að sambandið sé ekki það áhugaverðasta við hana þó svo hún viti að hún sé óvenjuleg.

„Ég er kona á ákveðnum aldri sem valdi að eiga ekki börn, sem hefur sett ferilinn í fyrsta sæti. Ég er skipstjóri skips míns, ég hef aldrei litið til annarra til að staðfesta það eða segja mér að það sé í lagi,“ segir Paulson. Hún vill ekki láta skilgreina sig eftir kynhneigð sinni en fyrir Taylor átti hún í sambandi við leikkonuna Cherry Jones sem var 19 árum eldri en Paulson en fyrir það var hún aðallega að hitta karlmenn. 

they are SO cute {#SarahPaulson @mssarahcatharinepaulson #HollandTaylor #Paulland }

A post shared by Sarah Paulson (@mssarahcathrinepaulson) on May 1, 2017 at 3:34pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir svo mörgum valkostum, að það væri óráð að taka sér ekki góðan tíma til þess að fara yfir málin. Vinir þínir reynast hjálplegir þessa dagana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir svo mörgum valkostum, að það væri óráð að taka sér ekki góðan tíma til þess að fara yfir málin. Vinir þínir reynast hjálplegir þessa dagana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley