Grímuklædd Björk í bleiku umhverfi

Björk ber grímu úr sílikonu á plötuumslagi nýjustu plötu sinnar, …
Björk ber grímu úr sílikonu á plötuumslagi nýjustu plötu sinnar, Utopia. Ljósmynd/Instagram

Björk Guðmundsdóttir hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband við titillag plötu sinnar Utopia. Platan kom út í síðasta mánuði, á afmælisdegi söngkonunnar, 21. nóvember.

Platan er sú níunda sem Björk gefur út og hefur hún kallað plötuna „Tind­er-plöt­una“ þar sem efni hennar á að veita innsýn inn í stefnumótalíf hennar. Síðasta plata Bjark­ar, Vulnicura, fjallaði um skilnað Bjark­ar við eig­in­mann sinn, Matt­hew Barney.

Björk vann með venesúelska tónlistamanninum Arca við gerð Utopia, en þau unni einnig saman við gerð Vulnicura.

Björk hefur lýst laginu Utopia sem „flautu-rave“ en áhugaverða flautulaglínu má finna í laginu. Björk ber sílikongrímu í myndbandinu sem er hönnuð og unnin af James T. Merry, aðstoðarmanni hennar.

Hér má sjá myndbandið í heild sinni: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren