Stella Blómkvist tilnefnd fyrir besta handrit

Þættirnir um Stellu hafa fengið góðar viðtökur hérlendis og vakið …
Þættirnir um Stellu hafa fengið góðar viðtökur hérlendis og vakið athygli erlendis. Mynd/Sagafilm Nordic

Þáttaröðin Stella Blómkvist hefur verið tilnefnd til Nordisk Film- og TV Fond-verðlaunanna á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í ár, fyrir besta handrit í flokki drama-sjónvarpsþáttaraða á Norðurlöndum. Gautaborgarhátíðin er stærsta kvikmyndahátíð á Norðurlöndum og stendur frá 26. janúar til 5. febrúar.

Aðalhöfundur handrits Stellu Blómkvist er Jóhann Ævar Grímsson, en auk þess komu Nanna Kristín Magnúsdóttir og Andri Óttarsson að handritaskrifum þáttanna.

Danska þáttaröðin Vegir Drottins er á meðal þeirra þáttaraða sem tilnefndar eru í sama flokki og Stella Blómkvist. Verðlaunin eru 200.000 sænskar krónur eða um 2,5 milljónir íslenskra króna.

Dómnefndina á hátíðinni skipar valinkunnt fólk, en í henni eru: Sofia Helin, sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja úr þáttaröðinni Brúnni, Kirpi Uimonen Ballesteros, sem er þekkt fjölmiðlakona frá Finnlandi, og Walter Luzzolino, sérfræðingur í evrópskum sjónvarpsþáttaröðum sem á og rekur streymisþjónustuna Walter Presents.

Þættirnir um Stellu, sem Sjónvarp Símans Premium er með til sýningar hér á landi, hafa vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi og verða fyrstu tveir þættirnir frumsýndir á norrænu streymiþjónustunni Viaplay 2. febrúar næstkomandi.

Stella boði nýja tíma í norrænni sjónvarpsþáttagerð

„Viðbrögðin við Stellu hafa verið einkar ánægjuleg og við erum afar ánægð með tilnefninguna,“ segir Kjartan Þór Þórðarson, framkvæmdastjóri Sagafilm Nordic.

„Stella er langt frá því að vera dæmigerð söguhetja; oft á tíðum dansar karakterinn á mörkum þess siðlega og það var mikil áskorun að koma henni til skila án þess að ganga fram af áhorfandanum en halda samt sem áður trúnaði við týpuna. Það má segja að Stella boði nýja tíma í norrænni sjónvarpsþáttagerð; hún er alls ekki dæmigerð söguhetja en á mjög auðvelt með að vekja samúð, forvitni og áhuga áhorfandans,“ bætir Kjartan við.

Í fréttatilkynningu segir að þættirnir um Stellu hafi verið sóttir alls 235 þúsund sinnum á Sjónvarpi Símans Premium í lok árs 2017, en þeir verða teknir til sýningar í línulegri dagskrá í Sjónvarpi Símans sunnudaginn 14. janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes