Sýna tvöfaldan lokaþátt af Brúnni

Brúin lýkur göngu sinni á mánudaginn.
Brúin lýkur göngu sinni á mánudaginn.

Stór hluti íslensku þjóðarinnar fylgist spenntur með Sögu Norén og félögum í Brúnni á mánudagskvöldum á RÚV. Næsta mánudagskvöld fær fólk tvöfaldan skammt af Brúnni. 

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að á mánudaginn verði næstsíðasti þátturinn og lokaþátturinn sýndir. „Sjöundi þáttur verður á sínum hefðbundna tíma og lokaþátturinn sjálfur strax að loknum tíufréttum. Haldið ykkur fast!“ skrifar Sharphéðinn. 

mbl.is