Tengir tónlist við borgir

Cortnee Pope og Mackenzie Kristjón telja dagana fram að viðburðinum ...
Cortnee Pope og Mackenzie Kristjón telja dagana fram að viðburðinum í Bíó Paradís í lok mánaðar.

Vestur-Íslendingurinn Mackenzie Kristjón Jenkyns mætir með félögum sínum í This Mad Desire í Bíó Paradís miðvikudagskvöldið 28. febrúar og treður upp með myndbandssýningu og tónlist. Ferðalagið verður tekið upp í máli og myndum með frekari sýningar í huga síðar.

Kristjón segir að myndbandið „Operators Are Standing By“, sem bandið gerði í fyrra, hafi fengið gott áhorf á Youtube. Við upptökur hafi hann kynnst nýju fólki í Digital Canaries í Hamilton, einu stærsta upptökuveri Kanada, þar á meðal Cortnee Pope, sem sé söngvari, dansari og leikkona, og tónlistarferillinn hafi tekið nýja stefnu.

„Ég bauð henni að syngja með mér á plötunni Paris of Love, sem heitir Paris Amoureux í frönsku útgáfunni, við smullum saman og ákváðum að vinna saman að fleiri verkum,“ segir hann.

Sjá samtal við Kristjón í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.