Portman segir þær ekki eins

Natalie Portman og Millie Bobby Brown eru líkar.
Natalie Portman og Millie Bobby Brown eru líkar. Samsett mynd

Stranger Things-leikkonan Millie Bobby Brown hefur oft verið sögð lík leikkonunni Natalie Portman. Sérstaklega þegar Portman var á sínum yngri árum. Brown er bara 14 ára en líkt og Brown þá sló Portman fyrst í gegn þegar hún var unglingur. 

Portman sagði frá því í viðtali á MTV um daginn að þegar þær hittust á Golden Globe í janúar þá hafði Brown komið til hennar og sagt að margir teldu hana líta út eins og barnaútgáfa af henni. Portman var ekki sammála þessu. „Það er indælt en ég held að þú sért þín eigin töfrandi manneskja,“ sagði Portman við Brown. 

Portman játaði þó að hún sæi hvað fólk meinti en henni finnst þó Brown vera mun meira töfrandi en hún.

mbl.is