Á íslensku fyrir Íslendinga

Jóhann Alfreð, Dóri DNA, Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi …
Jóhann Alfreð, Dóri DNA, Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi skipa uppistandshópinn Mið-Ísland. Mynd/Mið-Ísland

MIð-Ísland hópurinn var stofnaður árið 2009 og ljóst að vinsældir hópsins hafa sjaldan verið meiri. Meðlimir uppistandshópsins eru þeir Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð. Bergur Ebbi og Jóhann Alfreð sögðu í viðtali við Magasínið á K100 að það væri kominn tími á að keyra eina stóra sýningu fyrir landann, að þessu sinni í öðru húsi.

Gefa í eftir páska

Undanfarin sex ár hafa þeir boðið upp á sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum og hefur verið uppselt á hverja sýninguna á fætur annarri. Nú ætla þeir að taka af skarið og bjóða upp á sýningar á stóra sviðinu í Háskólabíó í lok apríl. Þannig segjast þeir vilja gefa öllum færi á að sjá og upplifa.
 
„Við ætlum að gefa aðeins í,“ segir Jóhann Alfreð varðandi flutning í annað hús. Bergur Ebbi bætir því við að smurða vélin mæti til leiks. „Við erum búin að taka núna 55 sýningar, rosalega keyrslu í Þjóðleikhúskjallaranum og að því leytinu til erum við orðin eins og smurð vél,“ segir hann og lýsir því sem svo að þeir munu mæta tvíefldir til leiks í lok apríl  eftir nokkurra vikna frí. Þannig ætli þeir sér að ljúka vetrinum með bombu.

Uppistand fyrir ferðamenn ekki á dagskrá

Ari Eldjárn hefur fengið góða dóma fyrir uppistand sitt Pardon my Icelandic sem hann hefur sýnt á grínhátíð í Edinborg. Hann skemmtir gjarnan erlendis og á ensku. En stendur til að Mið-Ísland fari að bjóða upp á sýningar fyrir erlenda gesti hérlendis?  
 
„Nei, þvert á móti þá fókuserum við á Íslendinga. Við fjöllum um íslensk málefni og alvöru dót,“ segir Bergur Ebbi. „Við erum byrjuð að lifa í svo skrýtni samfélagi þar sem við erum að vinna með hálfgerðan Disney heim,“ segir hann og ljóst að honum þykir þetta orðið hálfgert rugl á köflum. Hann nefnir sem dæmi að niðri í bæ sé öllu pakkað inn fyrir ferðamenn og nú sé til dæmis verið að selja venjulegt íslenskt remúlaði undir nafninu „Scandinavian gourmet mustard explosion.“ Því vilji þeir einmitt halda þessu á íslensku, fyrir Íslendinga.

„Ég veit að fólk er svo þakklátt þegar það kemur á sýningar,“ segir hann. „Við erum bara að segja frá ótta okkar, vonum og væntingum því það er það sem bærist um í íslensku þjóðinni.“
 
En hvort þeir elti Ara til útlanda verði bara að koma í ljós segir Jóhann Alfreð sem segir það eðlilega hafa komið til tals. En þeir segjast vilja sinna því vel sem er boðið upp á hverju sinni og þar sem þetta hafi gengið vel hér heima fyrir Íslendinga þá verði áherslan á íslenska áhorfendur áfram.


 

Bergur Ebbi og Jóhann Alfreð Kristins kíktu í viðtal í …
Bergur Ebbi og Jóhann Alfreð Kristins kíktu í viðtal í Magasínið sem sendi út frá sýningunni Verk og Vit. Mynd/Magasínið K100
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes