Flytur til Ástralíu vegna Trumps

Matt Damon festi nýlega kaup á húsi í Ástralíu.
Matt Damon festi nýlega kaup á húsi í Ástralíu. AFP

Bandaríski leikarinn Matt Damon er svo ósammála stefnu Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, að hann ætlar að flytja með fjölskyldu sinni til Ástralíu. 

Ástralskur fjölmiðill greindi frá því að Damon hefði keypt sér hús í New South Wales í Ástralíu en félagi hans Chris Hemsworth verður næsti nágranni hans. 

Page Six greinir frá því að Damon sé byrjaður að segja vinum og samstarfsfólki sínu í Hollywood að hann sé að flytja til Ástralíu. „Matt segir að flutningarnir hafi ekki áhrif á vinnu hans, þar sem hann ferðast þangað sem verkefni hans eru tekin upp. Hann er líka að segja vinum að hann vilji öruggan stað til þess að ala upp börnin sín á,“ sagði heimildamaður. 

Damon er þekktur fyrir að liggja ekki á pólitískum skoðunum og eins og margar stórstjörnur í Hollywood er hann ósammála Donald Trump í mörgu.  

Matt Damon og eiginkona hans, Luciana Barroso.
Matt Damon og eiginkona hans, Luciana Barroso. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson