Elly fékk gullplötu

Tónlistin úr sýningunni Elly í Borgarleikhúsinu er komin í gullplötu, það er að segja 2.500 eintök. Á sýningunni síðasta laugardag fengu leikhópur, hljómsveit og aðstandendur sýningarinnar afhenta gullplötuna.  

Á plötunni syngur Katrín Halldóra Sigurðardóttir, sem hefur slegið í gegn í hlutverki Ellyjar, valin lög úr sýningunni ásamt þeim Björgvini Franz Gíslasyni og Ragnari Bjarnasyni. Hljómsveit sýningarinnar sér um undirleik en hana skipa þeir Aron Steinn Ásbjarnarson, Björn Stefánsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson hljómsveitarstjóri og Örn Eldjárn.

Á laugardaginn var ár liðið frá því að sýningin var frumsýnd. Síðan þá hefur hún verið sýnd 138 sinnum, alltaf fyrir fullu húsi, og yfir 60 þúsund gestir komið á sýninguna. Þetta var síðasta sýningin á þessu leikári þar sem leikarar í verkinu taka nú þátt í öðrum sýningum í Borgarleikhúsinu. Katrín Halldóra og félagar mæta aftur á Stóra sviðið 7. september þegar sýningar á Elly hefjast að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes