Byrjuð með 18 ára dreng

Blac Chyna er komin með nýjan upp á arminn.
Blac Chyna er komin með nýjan upp á arminn. AFP

Ástarlíf Blac Chyna vekur jafnan athygli, nú er fyrirsætan sem er 29 ára komin með nýjan pilt upp á arminn en sá heppni er aðeins 18 ára gamall. 

Chyna á tvö börn, það yngra á hún með raunveruleikastjörnunni Rob Kardashian en þau hættu saman fyrir rúmu ári eftir stormasamt samband. Eldra barnið á hún með rapparanum Tyga en nýi kærastinn er líka rappari. 

Mirror greinir frá því að sá heppni kalli sig YBN Almighty Jay. Chyna gerði sambandið opinbert í síðasta mánuði en þau sáust meðal annars saman í verslunarleiðangri í Los Angeles á dögunum. 

The Cap Ain’t Nun ❄️⚡️

A post shared by 👑 YBN Almighty Jay (@ybnalmightyjay) on Mar 18, 2018 at 9:12pm PDT

mbl.is