R. Lee Ermey látinn

George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heilsar R. Lee Ermey.
George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heilsar R. Lee Ermey. AFP

Leikarinn R. Lee Ermey sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Full Metal Jacket er látinn, 74 ára að aldri.

Ermey var áður sjóliðsforingi en sneri sér svo að leiklistinni og tók oft að sér hlutverk hermanna og hershöfðingja á ferli sínum.

Umboðsmaður Ermey segir hann hafa látist vegna fylgikvilla lungnabólgu.

Ermey var fæddur árið 1944 í Kansas. Hann var í sjóhernum á sjöunda og áttunda áratugnum og fór meðal annars til verkefna í Japan og Víetnam á þeim tíma.

Hann fékk tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna fyrir leik sinn í kvikmynd Stanleys Kubrick, Full Metal Jacket, sem var frumsýnd árið 1987.

Sagan segir að Ermey hafi fyrst í stað verið ráðinn að kvikmyndinni sem ráðgjafi enda með þekkingu á innviðum hersins. Hins vegar hafi hann heillað Kubrick upp úr skónum og í kjölfarið fengið hlutverk í myndinni.

mbl.is