Konurnar köstuðu sér á Stewart

Rod Stewart er 73 ára og harðgiftur.
Rod Stewart er 73 ára og harðgiftur. mbl.is/Cover Media

Tónlistarmaðurinn Rod Stewart hefur lengi verið vinsæll hjá kvenpeningnum. Stewart sat nýlega fyrir svörum þar sem hann greindi frá því að þessi mikli áhugi hafi hreinlega verið þreytandi á árum áður. 

Fram kemur í Mirror að Stewart hafi sagt frá því að seint á sjöunda áratugnum og snemma á áttunda áratugnum hafi kvenaðdáendur hans kastað sér á hann og félaga hans Ronnie Wood þegar þeir voru í hljómsveitinni Faces. 

Tímarnir hafa þó breyst að mati Stewart sem viðurkennir að hafa notað stelpur til þess að sýna sig. Hann segist reyndar alltaf hafa komið fram við konur af virðingu. „Ég snerti aldrei stelpu nema hún vildi það. Tímarnir hafa breyst. Þú komst upp með miklu meira á þessum tíma en þú gerir nú og það hefur breyst til hins betra,“ sagði Stewart. 

Stewart sem er 73 ára hefur verið kvæntur Penny Lancester í yfir tíu ár og á með henni tvö börn. „Ég hef verið kvæntur þrisvar sinnum og ég get sagt í fullri hreinskilni, ég á frábæra konu núna. Kannski er það vegna þess að ég er aðeins eldri og skil konur betur en ég gerði. En ég er með demant við hlið mér,“ sagði Stewart um eiginkonu sína. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes