Fyrsta stikla úr Kona fer í stríð

Kona fer í stríð heitir nýjasta mynd Benedikts Erlingssonar. Hér er fyrsta stiklan úr myndinni en Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverk myndarinnar. Myndin hefur verið valin til þátttöku á Critics‘ Week, einni af hliðardag­skrám hinn­ar virtu Cann­es kvik­mynda­hátíðar, þar sem sem hún verður heims­frum­sýnd. 

Kona fer í stríð seg­ir frá kór­stjóra á fimm­tugs­aldri sem ákveður að bjarga heim­in­um og lýs­ir yfir stríði gegn allri stóriðju í land­inu. Hún ger­ist skemmd­ar­verkamaður og er til­bú­in til að fórna öllu fyr­ir móður jörð og há­lendi Íslands, þar til munaðarlaus stúlka stíg­ur inn í líf henn­ar og þá fer hún að hugsa hvort hún eigi að bjarga einu barni eða bjarga heim­in­um.

Bene­dikt leik­stýr­ir mynd­inni og skrif­ar hand­rit ásamt Ólafi Eg­ils­syni. Í aðal­hlut­verki er Hall­dóra Geir­h­arðsdótt­ir og í öðrum hlut­verk­um eru Davíð Þór Jóns­son, Magnús Tryggva­son Eli­assen, Ómar Guðjóns­son og Jó­hann Sig­urðsson. 

Mynd­in, sem er ís­lensk/​frönsk/​úkraínsk sam­fram­leiðsla, er fram­leidd af Mari­anne Slot, Bene­dikt Erl­ings­syni og Car­ine Leblanc og meðfram­leidd af Ser­ge Lavr­enyuk, Berg­steini Björg­úlfs­syni og Birgittu Björns­dótt­ur. Berg­steinn Björg­úlfs­son sér um stjórn kvik­mynda­töku, Davíð Al­ex­and­er Corno klipp­ir mynd­ina og Davíð Þór Jóns­son sem­ur tónlist mynd­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson