Segir Ítali dreifa „falsfréttum“

Frá atriði San Marino í undankeppninni á fimmtudagskvöld.
Frá atriði San Marino í undankeppninni á fimmtudagskvöld. AFP

Fulltrúi San Marinó hefur sakað ítalska lýsandann í Eurovision um að dreifa „falsfréttum“ og að hann hafi talað með niðrandi hætti um San Marinó á meðan hann lýsti atriði landsins í undankeppni Eurovision.

Jessika og Jennifer Brening fluttu lagið „Who Are We“ fyrir hönd San Marinó í Lissabon í seinni undankeppni á fimmtudagskvöld. Þau komust ekki í úrslitin en þangað hefur San Marinó aðeins einu sinni komist.

Alessandro Capicchioni, farastjóri keppenda frá San Marinó í Eurovision, sakaði ítalska lýsandann um lygar en sá sagði að San Marinó hefði kosið gegn Ítalanum Francesco Gabbani í fyrra til að tryggja það að Ítalía ynni ekki keppnina. 

Gabbani hafnaði í sjötta sæti en veðbankar höfðu talið að hann væri sigurstranglegastur fyrir keppnina í fyrra.

„Þetta eru falsfréttir og fólk sem vill láta taka sig alvarlega ætti ekki að vera svona óheiðarlegt,“ sagði Capicchioni meðal annars.

Hann benti enn fremur á að Ítalía hefði hafnað í sjötta sæti jafnvel þótt San Marinó hefði gefið ítalska atriðinu tólf stig. Capicchioni bætti því við að Ítalía hefði aldrei gefið San Marinó meira en sex stig af tólf mögulegum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir