Stálu senunni í Cannes

Kelly Preston, John Travolta og sonur Gotti, John A Gotti ...
Kelly Preston, John Travolta og sonur Gotti, John A Gotti stylltu sér upp fyrir ljósmyndara í Cannes. LOIC VENANCE

Kelly Preston, John Travolta og sonur Gotti, John A. Gotti stálu senunni í Cannes þegar þau komu fram á blaðamanna fundi að kynna kvikmyndina Gotti. 

Kvikmyndin sem leikstýrð er af leikstjóranum Kevin Connolly fjallar um hinn alræmda Gotti sem leikinn er af John Travolta. Eiginkona Travolta, Kelly Preston, leikur einmitt Victoriu, eiginkonu Gotti í kvikmyndinni. Victoria er sögð hafa staðið við hlið mannsins síns í yfir fjóra áratugi, hún ól honum fimm börn, stóð með honum í gegnum nokkrar fangelsisvistir, sonarmissi, og fleira.

Kelly Preston sagði á blaðamannafundinum að Victoria Gotti hefði boðið henni og Travolta heim til sín, gefið þeim pasta og sagt þeim sögur af hjónabandinu. 

Kelly Preston glöð á Cannes.
Kelly Preston glöð á Cannes. AFP

John Travolta var á því á blaðamannafundinum að það væri enginn eins og Gotti. „Við munum öll eftir Al Capone og John Dillinger, en þeir voru uppi fyrir miðja síðustu öld. Gotti var maður með stíl, hann gat sett sig í spor fólks og talað við alla. Hann var einn af áhrifamestu mönnum New York borgar. Hann þótti tillitssamur, en harður eins og nagli. Hann var með stíl ólíkt öllum öðrum sem ég þekki.“

John Travolta upp á sitt besta? Greinilega í Cannes.
John Travolta upp á sitt besta? Greinilega í Cannes. LOIC VENANCE

 

mbl.is