Georg og Karlotta endurtaka leikinn

Katrín hertogaynja og Karlotta í brúðkaupi Pippu Middleton.
Katrín hertogaynja og Karlotta í brúðkaupi Pippu Middleton. AFP

Georg prins og Karlotta prinsessa fá sinn skerf af athyglinni í brúðkaupi Harry Bretaprins og Meghan Markle á laugardaginn. Litla kóngafólkið er í hópi tíu barna sem fá það hlutverk að ganga inn í kirkjuna á undan Meghan en breska konungfjölskyldan tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í dag. 

Fimm börn koma frá vinum og fjölskyldu Harry og fimm frá vinum Meghan. Karlotta sem er þriggja ára verður brúðarmær ásamt fimm öðrum stúlkum. Meðal þeirra eru dætur vinkvenna Meghan og guðdóttir Harry Bretaprins. Georg verður síðan í hópi með þremur öðrum ungum drengjum sem ganga inn á undan Meghan en í hópnum eru synir vinkonu Meghan og guðsonur Harry Bretaprins. 

Georg og Karlotta munu því endurtaka leikinn frá því í fyrra þegar frænka þeirra Pippa Middleton gekk í hjónaband með James Matthews. 

Georg og Karlotta munu endurtaka leik sinn frá því í ...
Georg og Karlotta munu endurtaka leik sinn frá því í brúðkaupi Pippu frænku sinnar fyrir ári. AFP
mbl.is