Þorir ekki að lesa 50 gráa skugga

Diane Keaton á frumsýningu Book Club.
Diane Keaton á frumsýningu Book Club. AFP

Leikkonan Diane Keaton hefur ekki lesið erótísku bókina 50 gráir skuggar þrátt fyrir að bókin spili stórt hlutverk í nýjustu mynd hennar. Keaton sagði í viðtali við Ellen DeGeneres að hún þorði ekki að lesa bókina. 

Keaton fer með hlutverk í myndinni Book Club sem fjallar um eldri konur sem lesa bókina og það breytir lífi þeirra. „Nei, ég er of hrædd til þess að gera það,“ sagði Keaton þegar DeGeneres spurði hana hvort hún hefði lesið bókina. Keaton finnst bókin of dónaleg og það sé hreinlega of mikið fyrir hana. 

Það hafa verið gerðar myndir eftir bókinni og framhaldsbókinni en Keaton sem varð 72 ára í janúar þvertók fyrir að hafa horft á myndina. „Þetta er of mikið fyrir mig,“ sagði Keaton þegar DeGeneres reyndi að sannfæra hana um að myndin væri bara kynferðisleg en ekki dónaleg.

Mary Steenburgen, Jane Fonda, Candice Bergen og Diane Keaton fara ...
Mary Steenburgen, Jane Fonda, Candice Bergen og Diane Keaton fara með hlutverk í myndinni. AFP
mbl.is