Segir móður sína ofbeldisfulla og ver Allen

Woody Allen.
Woody Allen. AFP

Moses Farrow sonur leikkonunnar Miu Farrow og leikstjórans Woody Allen birti langa bloggfærslu í gær þar sem hann fer fögrum orðum um Allen en segir móður sína hafa beitt systkini hans ofbeldi. 

Moses greinir nákvæmlega frá upplifun sinni af deginum þar sem Allen á að hafa beitt systur hans, Dylan Farrow, kynferðislegu ofbeldi. Hann tekur ekki undir ásakanir Miu og Dylan heldur ver leikstjórann. 

Hann segir móður sín hafa viljað mála fallega mynd af fjölskyldu sinni sem saman stóð af ættleiddum og líffræðilega skyldum börnum hennar en raunin hafi verið önnur. Moses heldur því fram að móðir sín hafi komið harkalega fram við systkini sín, dregið þau niður stiga og lokað inn í herbergi eða skáp og jafnvel verið látin dúsa úti yfir nótt. 

Hann heldur því fram að Tam, systir hans, hafi ekki dáið vegna vandamála tengd hjarta þegar hún var 21 árs heldur hafi framið sjálfsmorð í kjölfar þess að hafa glímt við þunglyndi og segir hann að móðir þeirra hafi neitað að veita henni hjálp. 

Dylan Farrow sendi People yfirlýsingu þar sem hún segir bróður sinn vera að reyna að véfengja móður sína sem hafi bara sýnt henni og systkinum hennar stuðning. „Þetta er auðvelt að afsanna, stangast á við hans eigin yfirlýsingar, þetta er meira en særandi fyrir mig persónulega og er hluti af stærri tilraun til að koma á óorði og draga athyglina frá áreitninni,“ sagði Dylan og bætti því við að bróðir sinn ætti erfitt og henni þætti leitt að hann væri að þessu. 

Mia Farrow var gift Woody Allen.
Mia Farrow var gift Woody Allen. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson