Amma þín hefði verið stolt

Friðrik krónprins Danmerkur og eiginkona hans, María krónprinsessa óku í …
Friðrik krónprins Danmerkur og eiginkona hans, María krónprinsessa óku í opnum vagni frá heimili sínu í Amalíuborgarhöll til veislunnar í Kristjánsborgarhöll. AFP

„Hversu stolt hún amma þín hefði verið af þér.“ Þetta sagði Margrét Danadrottning við son sinn, Friðrik krónprins, þegar hún bauð gesti velkomna í hátíðakvöldverð sem haldinn er í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í kvöld í tilefni af fimmtugsafmæli prinsins.

Í ræðu sinni hrósaði drottningin syni sínum m.a. fyrir að hafa staðið að almenningshlaupinu Royal Run sem hlaupið var víðsvegar um Danmörku á mánudaginn vegna afmælis hans. Um 70.000 manns hlupu þar með prinsinum.

„Þú hefur áorkað miklu, upplifað margt og undanfarna daga hefur …
„Þú hefur áorkað miklu, upplifað margt og undanfarna daga hefur þú upplifað hvernig allt landið hefur fagnað með þér,“ sagði Margrét Danadrottning við son sinn. AFP

„Ég vildi líka óska þess að Papa (Hinrik heitinn Danaprins, faðir Friðriks) hefði getað upplifað þennan stórafmælisdag, því að hann var jafnstoltur af þér og ég,“ sagði drottningin. „Þú ert staddur á miðri ævi þinni. Þú hefur áorkað miklu, upplifað margt og undanfarna daga hefur þú upplifað hvernig allt landið hefur fagnað með þér.“

Prinsinn ók í opnum vagni um götur Kaupmannahafnar til veislunnar og sat María krónprinsessa, eiginkona hans, við hlið hans. Fjöldi fólks var samankominn til að fagna hjónunum.

Konunglegir gestir 

Til veislunnar var boðið um 360 gestum og meðal þeirra er Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands og Elíiza Reid eiginkona hans. Þar er líka forsætisráðherra Danmerkur Lars Løkke Rasmussen og aðrir ráðherrar. Þá eru þar fulltrúar annarra konungsfjölskyldna í Evrópu; m.a. sænsku konungshjónin Karl Gústaf og Silvia, Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og Daniel prins, eiginmaður hennar, Hákon krónprins Noregs og eiginkona hans Mette-Marit krónprinsessa, stórhertogahjónin af Lúxemborg þau Henri og Maria Teresa, hollensku konungshjónin Willem-Alexander og Maxima og þá er Alexandra greifynja, fyrrverandi eiginkona Jóakims prins yngri bróður Friðriks, einnig meðal veislugesta.

Prinsinn veifar úr glugga á heimili sínu í Amalíuborgarhöll í …
Prinsinn veifar úr glugga á heimili sínu í Amalíuborgarhöll í morgun. AFP

Systur Margrétar drottningar, þær Anna María, fyrrverandi Grikklandsdrottning og Benedikta prinsessa og greifynja af Berleburg eru meðal gesta, ásamt fjölskyldum sínum.

Jákvæður og hláturmildur prins

María, eiginkona Friðriks, tók einnig til máls í veislunni. Hún sagðist þakka fyrir að þau hefðu kynnst og leyft sé að falla hvort fyrir öðru. „Þú gleðst þegar öðrum gengur vel. Þú er jákvæður og hláturmildur,“ sagði krónprinsessan um eiginmann sinn.

„Börnin okkar finna að þú hefur trú á þeim, líka þegar þau efast um sig sjálf. Það er stutt í barnið í þér og börnin elska að leika við þig,“ sagði María.

Hún lýsti honum sem flóknum persónuleika sem þekkti sjálfan sig vel. „Það krefst hugrekkis að kynnast sjálfum sér. Það hefur þú gert og það muntu halda áfram að gera. Til hamingju - ég elska þig,“ lauk krónprinsessan ræðu sinni.

Konunglegar kræsingar

Boðið var upp á miklar kræsingar í afmælisveislunni. Í forrétt var aspasfrauð með rækjum. Í aðalrétt var geitakjöt borið fram með nýjum dönskum kartöflum og sósu. Síðan var borin fram baka með Roquefort-osti og í eftirrétt var rabarbara- og sítrónufrauð. Með þessu var borið fram sérstakt afmælisvín frá víngerð Hinriks heitins Danaprins.

Í vikunni var afhjúpað nýtt málverk af prinsinum eftir ástralska …
Í vikunni var afhjúpað nýtt málverk af prinsinum eftir ástralska listmálarann Ralph Heimans. AFP

Ýmislegt hefur verið um að vera í Danmörku vegna afmælis prinsins. Auk hlaupsins Royal Run hafa verið ýmsir viðburðir víða um landið og í vikunni var afhjúpað nýtt málverk af prinsinum eftir ástralska listmálarann Ralph Heimans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes