Neyðast til að skila brúðargjöfum

Harry Bretaprins og Meghan gengu í hjónaband 19. maí.
Harry Bretaprins og Meghan gengu í hjónaband 19. maí. AFP

Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan óskuðu eftir því að fólk legði góðgerðarmálum lið í stað þess að gefa þeim brúðargjafir. Hjónin fengu þó nokkrar gjafir sem þau geta ekki notað.

Express greinir frá því að hjónin þurfi að skila gjöfum að andvirði sjö milljónir punda sem þau fengu sent frá fyrirtækjum og þekktu fólki. Með því að skila gjöfunum er komið í veg fyrir að hertogahjónin séu notuð til að auglýsa vörur. Fyrirtækið Bags of Love er meðal annars sagt hafa sent hertogahjónunum samstætt bikiní og sundskýlu í von um að þau myndu nota sundfötin í brúðkaupsferðinni. 

Meðal gjafa sem Harry og Meghan gátu tekið við var gjöf frá forsætisráðherra Kanada. Justin Trudeau styrkti kanadíska góðgerðarfélagið Jumpstart í tilefni af brúðkaupi Harry og Meghan en félagið vinnur að því að gera íþróttir aðgengilegar fyrir börn sem koma úr efiðum aðstæðum. 

Hertogahjónin af Sussex.
Hertogahjónin af Sussex. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson