Gekk inn á foreldra sína í miðjum klíðum

Willow Smith, með foreldrum sínum Jada Pinkett Smith og Will ...
Willow Smith, með foreldrum sínum Jada Pinkett Smith og Will Smith. mbl.is/AFP

Söngkonan Willow Smith greindi frá því í Facebokk-þætti móður sinnar að hún hafi fyrst kynnst kynlífi þegar hún gekk óvart inn á foreldra sína, leikarahjónin Jödu Pinkett Smith og Wili Smith, í miðjum klíðum. 

Jada Pinkett Smith virkaði hissa þegar dóttir hennar greindi frá þessu og spurði nánar út í atvikið. „Ég var á leið niður til þess að fá mér safa og sá í stutta stund og hljóp í burtu,“ sagði Willow. „Guð minn góður, þetta er svo galið. Hvað var það sem ég sá?“ segist hún hafa hugsað með sér. 

Móðir hennar segist ekki muna eftir þessu en dóttir hennar huggaði hana með því að segja að herbergið hafi verið dimmt og hún hafi bara séð útlínur þeirra. 

mbl.is