Kanye West gagnrýnir tónlistina í Deadpool

Kanye West.
Kanye West. ROBERT GALBRAITH

Rapparinn og fatahönnuðurinn Kanye West skrifaði á Twitter-aðgangi sínum í nótt að tónlistin í Deadpool-kvikmyndunum sé keimlík tónlistinni sem hann hefur gefið út á síðustu vikum. Þá skrifaði hann einnig að hann hefði getað frátekið tónlistina sína fyrir kvikmyndirnar. 

Leikarinn Ryan Reynolds, sem leikur Deadpool sjálfan í kvikmyndunum, svaraði West svo stuttu síðar. Hann sagðist vera sammála og ætlaði að eiga orð við Celine Dion. Dion þarf að kynna fyrir fæstum en hún samdi og flytur lagið Ashes í kvikmyndinni. 

Kanye hefur staðið í ströngu síðustu daga en hann stendur að útgáfu fimm platna á aðeins nokkrum vikum. Ásamt því að tísta um Deadpool í nótt birti hann myndir úr nýjustu herferð Yeezy-fatalínunnar. Bæði ummælin um Deadpool og herferðin hafa vakið mikla athygli. Hér fyrir neðan má hlusta á lag Celine Dion úr umræddri kvikmynd. 

mbl.is