TSN sýnir stuttmynd um Ísland

Stefán Sæbjörnsson, sem lék einn aðal víkinginn í Dogde RAM …
Stefán Sæbjörnsson, sem lék einn aðal víkinginn í Dogde RAM auglýsingu, leikur víking á trommu í nýrri stuttmynd frá TSN sjónvarpsstöðinni sem ber heitið „Original - Out of Nowhere". Mynd/TSN Original

TSN sport network, ein stærsta íþróttasjónvarpsstöðin í Kanada og Banaríkjunum, hefur framleitt stuttmynd um Íslendinga og íslenska karla landsliðið. Þáttargerðamaðurinn Rick Westhead fjallar í myndinni um undraverðan árangur lítillar þjóðar í knattspyrnu og leitar hann skýringa hérlendis. Hann spyr hvernig svo fámenn þjóð geti komið landsliði á Heimsmeistaramót í knattspyrnu. 

Stefán Sæbjörnsson, sem lék íslenskan víking í frægri Dodge Ram auglýsingu, sem sýnd var í tengslum við bandarísku Ofurskálina, var einn af þeim sem tók þátt í gerð myndarinnar. Hann sagði frá verkefninu í Magasíninu, síðdegisþættinum á K100. 

Inniaðstaða og þjálfunarmenntun nefnd sem ástæða góðs gengis

Stefán lýsir því þannig í viðtalinu að Rick hafi sett sig í samband við Úlfar Hinriksson þjálfara hjá Breiðabliki og í kjölfarið aðstoðaði hann Rick og mannskapinn frá TSN með að finna fólkið svo að þeir gætu gert myndinni greinagóð skil. Í myndinni er meðal annars rætt við landsliðsþjálfarann Heimir Hallgrímsson, Ríkarð Daðason, Þorgrím Þráinsson, Magnús Gylfason og Guðna Bergsson formann KSÍ. 

Þeir nefna ýmsar skýringar, svo sem góða inni aðstöðu til knattiðkunar, mikla þekkingu í þjálfunarfræðum miðað við fólksfjölda, en einnig týna þeir til skapgerð landans og færni til að lifa af og redda sér. 

Hér má nálgast stuttmynd TSN

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes